Virknisetur á Hlíğarenda
Mánudaginn 16. mars næstkomandi opnar svokallað Virknisetur á Hlíðarenda, þar sem almenningi verður boðið að nýta aðstöðuna á Hlíðarenda og í nágrenni hans sér til heilsubótar og algjörlega að kostnaðarlausu. Markmiðið er að hvetja fólk til heilbrigðs lífernis í einni bestu íþróttaaðstöðu landsins.
Boðið verður upp á aðgang að líkamsrækt frá kl. 9 fyrir hádegi með áherslu á hlaup, göngu og lyftingar, undir handleiðslu leiðbeinanda. Eftir hádegi verður boðið upp á stöðvaþjálfun og körfubolta/fótbolta í íþróttasal, auk þess sem fyrirlestrar um hin ýmsu málefni verða kl. 12 á þriðjudögum og fimmtudögum. Nánari upplýsingar eru í meðfylgjandi stundatöflu. Komið verður af stað gönguhóp í tengslum við verkefnið, en svæðið í kringum Hlíðarenda er sérstaklega vel fallið til almennrar útivistar, þá sérstaklega Öskjuhlíðin.
Meðal fyrirlesara verða þjálfarar og leikmenn frá Val, framhaldsnemar frá HÍ, sálfræðingar o.fl. Í fyrstu viku verkefnisins mun Þorgrímur Þráinsson fjalla um „lífið og tilveruna“ og Hafrún Kristjánsdóttir um markmiðssetningu. Síðar mun Óskar Bjarni Óskarsson fjalla um „leiðina að silfrinu“ og fleiri spennandi fyrirlesarar kíkja í heimsókn.
Allar upplýsingar um Virknisetrið verða aðgengilegar á heimasíðu félagsins,valur.is Auk þess hefur verið stofnaður hópur á Snjáldurskjóðunni, en hópurinn ber nafnið „Virknisetur á Hlíðarenda“.
Ef frekari upplýsinga er óskað veita eftirfarandi aðilar skýr og greið svör við öllum fyrirspurnum:
Hallur Kristján Ásgeirsson, verkefnisstjóri Virkniseturs GSM: 848-8842
Stefán Karlsson, framkvæmdastjóri Vals GSM: 822-7910
Hafrún Kristjánsdóttir, sérlegur ráðgjafi GSM: 894-1713
Tími |
Mánudagur |
Þriðjudagur |
Miðvikudagur |
Fimmtudagur |
Föstudagur |
9:00 |
Líkamsrækt Hlaup/ganga/lyftingar |
Líkamsrækt Hlaup/ganga/lyftingar |
Gönguhópur Útivist í Öskjuhlíð |
Líkamsrækt Hlaup/ganga/lyftingar |
Líkamsrækt Hlaup/ganga/lyftingar |
10:00 |
|||||
11:00 |
|||||
12:00 |
|
Fyrirlestur |
|
Fyrirlestur |
|
13:00 |
Stöðvaþjálfun |
Bolti |
Bolti |
Stöðvaþjálfun |
Bolti |
14:00 |
|
Karfa/Fótbolti
|
Karfa/Fótbolti |
|
Karfa/Fótbolti |
15:00 |
|||||
16:00 |
|
|
|
|
|