Kjarnafæği

Fritt.is

Fritt.is kemur á framfæri ókeypis hlutum

Tónlist

Frítt á Iceland Airwaves?

Hvað er hægt að sjá frítt á Airwaves?


Passar á hátíðina seldust upp í byrjun október en tónlistaráhugamenn sem nældu sér ekki í passa í tæka tíð þurfa ekki að örvænta þar sem hægt verður að sjá 675 „off-venue“-tónleika víðs vegar um borgina, þar sem ekkert kostar inn. (Þess skal þó getið að hægt verður að kaupa miða á lokatónleika hátíðarinnar með Flaming Lips og War on Drugs í takmörkuðu upplagi.)
Fréttablaðið tók saman nokkra áhugaverða off-venue-viðburði fyrir þá sem voru svo óheppnir að missa af miðum. Visir.is


Tom-top.com

Sláturtiğ 2014 í Reykjavik

Sláturtíð, tónlistarhátíð Samtaka listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík, verður haldin í sjötta sinn dagana 9.-11. október. Þetta er jafnframt fjórða árið sem Sláturtíð er haldin í samstarfi við Jaðarber. Dagskráin í ár er eftirfarandi og er ókeypis á alla viðburði sem fram fara í Hafnarhúsinu. Sértækir gestir eru m.a. norska tríóið Tøyen Fil og Klafferi, Ingólfur Vilhjálmsson, klarínettuleikari og Goodiepal.
Sláturtið tonlistarhátið


Gospelmessa í Haukaheimilinu

Gospelmessa Ástjarnarkirkju verður haldin sunnudaginn 5.okt kl.20:00 í Haukaheimilinu. Sérstakir gestir verður hljómsveitin GIG. Gospelkór Ástjarnarkirkju kemur einnig fram undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar tónlistarstjóra kirkjunnar. Sr.Kjartan Jónsson leiðir stundina. Allir hjartanlega velkomnir og er aðgangur að sjálfsögðu ókeypis.  Hljóðmaður verður Hrannar Kristjánsson.


Mugison heldur fleiri fría tónleika

Mugison heldur fleiri fría tónleika

Mugison mun bjóğa Íslendingum Frítt á tónleika í Eldborgarsal Hörpu şann 22.desember kl 19.30.

http://www.harpa.is/lifid-i-husinu/nr/1330

Toggi gefur Tónlist

http://medialux.com/brag/178-toggi-take-me-dancing-single-free-download

Tónlistamaðurinn Toggi sem er þekktur fyrir að hafa samið lög á borð við „Sexy Beast“, „Wonderful“ og „Þú komst við hjartað í mér“ gaf í dag út sína fimmtu smáskífu sem kallast „Take me dancing“. Hana er að finna á væntanlegri plötu. Toggi gefur allt sitt efni frítt út á netinu.

Toggi segist í samtali við mbl sjónvarp ekki nenna að standa í því að selja smáskífur þar sem það sé ekkert upp úr því að hafa. Fleiri leggi við hlustir ef hægt er að nálgast tónlistina frítt.

Ingó úr Veğurguğunum og Partı Sússi

Ingó verður með snilldar gítarstemmingu á Kaffi Akureyri frá 22-01 föstudagskvöldið 13 mars. Frítt inn
Eftir það tekur Partý Sússi við með rjúkandi stemmingu og ennþá er frítt inn.

Sóldögg

Sóldögg spilar á Vélsmiðjunni föstudaginn 13 mars. Húsið opnar kl 22 og er frítt inn til kl 00, eftir það er rukkaður aðgangseyrir.

Fríar ferğir á Hróarskeldu??

Skipuleggjendur Hróarskelduhátíðarinnar í Danmörku eru nú að kanna möguleika á að bjóða Íslendingum og Svíum fríar ferðir til og frá hátíðinni í sumar. Segja þeir að annars megi búast við að gestum frá þessum löndum fækki mikið og við því megi hátíðin ekki.

„Við getum ekki lækkað miðaverðið sérstaklega fyrir Svía og Íslendinga því salan fer fram á netinu. Í staðinn höfum við haft samband við ferðaþjónustur, flugfélög og rútufyrirtæki, og spurt hvort hægt sé að gera samninga við þær um að flytja tónleikagesti til hátíðarinnar án endurgjalds," segir  Esben Danielsen, talsmaður Hróarskelduhátíðarinnar.

Það munar um gestina frá Svíþjóð og Íslandi. Að jafnaði seljast um 75 þúsund miðar á Hróarskelduhátíðina. Þar af kaupa Svíar 5-10 þúsund miða og Íslendingar um 2000 miða.

 

//

Tom-top.com

Framsetning efnis

Um fritt.is

Frítt.is er upplýsingaveita sem sér um að koma á framfæri ókeypis þjónustu, viðburðum eða vöru. Einnig sér starfsfólk Frítt.is um að auglýsa atburði sem fjármagnaðir eru af einstaklingum, fyrirtækjum eða hverjum þeim sem vilja koma á framfæri fríum atburði. Vinsamlegast sendið okkur upplýsingar eða látið okkur sjá um að koma á fríum viðburðum. Fríir viðburðir geta verið góð auglýsing fyrir fyrirtæki, sveitafélög eða einstaklinga. Endilega hafið samband í síma 460-3000 eða sendið póst á netfangið fritt@fritt.is

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf