Ókeypis fyrirlestur sérfræðinga um áfallastreituröskun – Ófrjósemi og áfallameðferð
Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis og fíkniefnavanda hefur staðið fyrir nokkrum áhugaverðum fyrirlestrum frá því
að félagið var stofnað.
Fjölsóttasti viðburður Rótarinnar á síðasta starfsári var þegar Gyða Eyjólfsdóttir og Monika
Skarphéðinsdóttir, sem báðar eru sálfræðingar, fræddu áhugasama um svokallaða Ace-rannsókn á áhrifum erfiðra
upplifana í æsku á heilsufar síðar á ævinni.
Þann 8 október ætla þær að kynna svokallaða EMDR áfallameðferð. Umræðukvöldið verður haldið hinn 8.
október kl. 20 að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, Reykjavík. Allir, konur og karlar, eru velkomnir á umræðukvöld Rótarinnar og
aðgangur er ókeypis en samskotabaukur er látin ganga.
Heimildir