Kjarnafæği

Fritt.is

Skipuleggjendur Hróarskelduhátíğarinnar í Danmörku eru nú ağ kanna möguleika á ağ bjóğa Íslendingum og Svíum fríar ferğir til og frá hátíğinni í sumar. Segja şeir ağ annars megi búast viğ ağ gestum frá şessum löndum fækki mikiğ og viğ şví megi hátíğin ekki. „Viğ getum ekki lækkağ miğaverğiğ sérstaklega fyrir Svía og Íslendinga şví salan fer fram á netinu. Í stağinn höfum viğ haft samband viğ ferğaşjónustur, flugfélög og rútufyrirtæki, og spurt hvort hægt sé ağ gera samninga viğ şær um ağ flytja tónleikagesti til hátíğarinnar án endurgjalds, segir  Esben Danielsen, talsmağur Hróarskelduhátíğarinnar. Şağ munar um gestina frá Svíşjóğ og Íslandi. Ağ jafnaği seljast um 75 şúsund miğar á Hróarskelduhátíğina. Şar af kaupa Svíar 5-10 şúsund miğa og Íslendingar um 2000 miğa.   //

Fréttir

Fríar ferğir á Hróarskeldu??

Skipuleggjendur Hróarskelduhátíðarinnar í Danmörku eru nú að kanna möguleika á að bjóða Íslendingum og Svíum fríar ferðir til og frá hátíðinni í sumar. Segja þeir að annars megi búast við að gestum frá þessum löndum fækki mikið og við því megi hátíðin ekki.

„Við getum ekki lækkað miðaverðið sérstaklega fyrir Svía og Íslendinga því salan fer fram á netinu. Í staðinn höfum við haft samband við ferðaþjónustur, flugfélög og rútufyrirtæki, og spurt hvort hægt sé að gera samninga við þær um að flytja tónleikagesti til hátíðarinnar án endurgjalds," segir  Esben Danielsen, talsmaður Hróarskelduhátíðarinnar.

Það munar um gestina frá Svíþjóð og Íslandi. Að jafnaði seljast um 75 þúsund miðar á Hróarskelduhátíðina. Þar af kaupa Svíar 5-10 þúsund miða og Íslendingar um 2000 miða.

 

//


Tom-top.com

Framsetning efnis

Um fritt.is

Frítt.is er upplýsingaveita sem sér um að koma á framfæri ókeypis þjónustu, viðburðum eða vöru. Einnig sér starfsfólk Frítt.is um að auglýsa atburði sem fjármagnaðir eru af einstaklingum, fyrirtækjum eða hverjum þeim sem vilja koma á framfæri fríum atburði. Vinsamlegast sendið okkur upplýsingar eða látið okkur sjá um að koma á fríum viðburðum. Fríir viðburðir geta verið góð auglýsing fyrir fyrirtæki, sveitafélög eða einstaklinga. Endilega hafið samband í síma 460-3000 eða sendið póst á netfangið fritt@fritt.is

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf